Heildarhagnaður Icelandic Group 10,3 milljarðar króna 26. mars 2012 16:51 Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur af áframhaldandi starfsemi hafi numið tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. „Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna." Þá segir að á árinu 2011 hafi verksmiðjur Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi verið seldar auk verksmiðjustarfsemi félagsins í Bandaríkjunum og tengdrar framleiðslustarfsemi í Kína. „Eftir eignasölu rekur félagið viðamikla verksmiðjustarfsemi í Bretlandi sem að mestu framleiðir fyrir neytendamarkað, framleiðslu- og þjónustustarfsemi á Íslandi auk sölu- og markaðsskrifstofa í Bretlandi, Noregi, Spáni og Japan. EBITDA framlegðin var 2,2 milljarðar króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða af sambærilegri starfsemi árið áður. Alls starfa um 1.600 starfsmenn hjá fyrirtækinu eftir breytingar. Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands." Ársreikningur fyrir árið 2011 sýnir afkomu af áframhaldandi starfsemi félagsins auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi. Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group segir ljóst að staða fyrirtækisins hafi gjörbreyst á árinu. „Sala á hluta af starfsemi félagsins tókst mjög vel og fjárhagsstaða félagsins er nú afar sterk en félagið var mjögskuldsett fyrir þessar sölur. Einnig hefur mikil vinna verið lögð í að efla þann rekstur sem tilheyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og auka rekstrarhagnað. Icelandic Group hefur sterka stöðu á mörkuðum, á þekkt og öflug vörumerki og mikil þekking er innan fyrirtækisins á allri virðiskeðju sjávarútvegs. Það eru því allar forsendur til að vera bjartsýn á framtíð félagsins." Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group segir að eftir viðamiklar breytingar á seinasta ári sé fjárhagsstaða fyrirtækisins sterk. „Í stað þeirrar áherslu sem verið hefur á vöxt leggjum við nú áherslu á arðsemi í starfsemi félagsins. Verkefnið framundan er að auka framlegðina af rekstrinum enn frekar. Það eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar í sjávarútvegi, við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Icelandic Group gegnir þar mikilvægu hlutverki." Á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 26. mars var kosin ný stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Herdís Dröfn Fjeldsted formaður Árni Geir Pálsson Ingunn B. Vilhjálmsdóttir Jón Þorgeir Einarsson Magnús Bjarnason Til vara: Egill Tryggvason Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur af áframhaldandi starfsemi hafi numið tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. „Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna." Þá segir að á árinu 2011 hafi verksmiðjur Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi verið seldar auk verksmiðjustarfsemi félagsins í Bandaríkjunum og tengdrar framleiðslustarfsemi í Kína. „Eftir eignasölu rekur félagið viðamikla verksmiðjustarfsemi í Bretlandi sem að mestu framleiðir fyrir neytendamarkað, framleiðslu- og þjónustustarfsemi á Íslandi auk sölu- og markaðsskrifstofa í Bretlandi, Noregi, Spáni og Japan. EBITDA framlegðin var 2,2 milljarðar króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða af sambærilegri starfsemi árið áður. Alls starfa um 1.600 starfsmenn hjá fyrirtækinu eftir breytingar. Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands." Ársreikningur fyrir árið 2011 sýnir afkomu af áframhaldandi starfsemi félagsins auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi. Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group segir ljóst að staða fyrirtækisins hafi gjörbreyst á árinu. „Sala á hluta af starfsemi félagsins tókst mjög vel og fjárhagsstaða félagsins er nú afar sterk en félagið var mjögskuldsett fyrir þessar sölur. Einnig hefur mikil vinna verið lögð í að efla þann rekstur sem tilheyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og auka rekstrarhagnað. Icelandic Group hefur sterka stöðu á mörkuðum, á þekkt og öflug vörumerki og mikil þekking er innan fyrirtækisins á allri virðiskeðju sjávarútvegs. Það eru því allar forsendur til að vera bjartsýn á framtíð félagsins." Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group segir að eftir viðamiklar breytingar á seinasta ári sé fjárhagsstaða fyrirtækisins sterk. „Í stað þeirrar áherslu sem verið hefur á vöxt leggjum við nú áherslu á arðsemi í starfsemi félagsins. Verkefnið framundan er að auka framlegðina af rekstrinum enn frekar. Það eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar í sjávarútvegi, við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Icelandic Group gegnir þar mikilvægu hlutverki." Á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 26. mars var kosin ný stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Herdís Dröfn Fjeldsted formaður Árni Geir Pálsson Ingunn B. Vilhjálmsdóttir Jón Þorgeir Einarsson Magnús Bjarnason Til vara: Egill Tryggvason
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira