Viðskipti innlent

Steingrímur vill selja Norðmönnum og Kínverjum skuldabréf

Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að hann vilji selja íslensk ríkisskuldabréf í erlendri mynt til þjóðarsjóða í Noregi og Kína næst þegar íslenska ríkið fer í erlent skuldabréfaútboð. Þar á hann við sjóði eins og Olíusjóð Noregs.

Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við ráðherrann. Þar segir Steingrímur að íslensk stjórnvöld hafi verið mjög ánægð viðtökurnar sem skuldabréfaútboð þeirra í fyrra hlaut meðal alþjóðlegra fjárfesta en þá voru seld ríkisskuldabréf fyrir einn milljarð evra. Töluvert af þeim bréfum voru keypt af fjárfestingasjóðum á vesturströnd Bandaríkjanna. Eftirspurnin í þessu útboði var tvöföld á við framboðið.

Hvað gjaldeyrishöftin varðar í þessu sambandi segir Steingrímur að þau nái ekki yfir nýfjárfestingar erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Þeir sem standi að slíkum fjárfestingum séu ekki bundnir af höftunum hvað varðar flutning á fjármagni til og frá landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×