Norskur prófessor vill að Ísland taki upp norsku krónuna 12. mars 2012 11:30 Öystein Noreng prófessor við Viðskiptaháskólann í Stavangri telur að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil í stað evrunnar eða annarra mynta sem til umræðu hafa verið. Töluverð umræða hefur skapast um málið á vefsíðu Verdens Gang stærsta dagblaðs Noregs eftir að blaðið birti viðtal við Noreng um þessa hugmynd hans. Fjöldi manns hefur sagt álit sitt á þessari hugmynd og sýnist sitt hverjum en um 150 manns hafa bloggað um fréttina. Noreng segir að með því að taka upp norsku krónuna fái Íslendingar gjaldmiðil sem sé stöðugur, betri aðgengi að fjármálamörkuðum á lægri kjörum en nú eru í boði og að sparnaður almennings á Íslandi yrði mun betur varinn en með íslensku krónunni. Hvað Norðmenn varðar fengju þeir einnig sitthvað fyrir sinn snúð að sögn prófessorsins. Norsk króna á Íslandi kæmi í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með minnkaði hættan á einangrun Noregs í Evrópu. Þar að auki myndi gjaldmiðilssamstarfið leiða til sterkari samningsstöðu þjóðanna beggja gagnvart ESB og Rússlandi þegar kemur að hagsmunamálum á norðurslóðum. Þá nefnir Noreng að Noregur og Ísland gætu í framhaldinu komið sér upp sameiginlegri stefnu í fiskveiðimálum, hafréttarmálum, málum sem snúa að olíuvinnslu og umhverfismálum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Öystein Noreng prófessor við Viðskiptaháskólann í Stavangri telur að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil í stað evrunnar eða annarra mynta sem til umræðu hafa verið. Töluverð umræða hefur skapast um málið á vefsíðu Verdens Gang stærsta dagblaðs Noregs eftir að blaðið birti viðtal við Noreng um þessa hugmynd hans. Fjöldi manns hefur sagt álit sitt á þessari hugmynd og sýnist sitt hverjum en um 150 manns hafa bloggað um fréttina. Noreng segir að með því að taka upp norsku krónuna fái Íslendingar gjaldmiðil sem sé stöðugur, betri aðgengi að fjármálamörkuðum á lægri kjörum en nú eru í boði og að sparnaður almennings á Íslandi yrði mun betur varinn en með íslensku krónunni. Hvað Norðmenn varðar fengju þeir einnig sitthvað fyrir sinn snúð að sögn prófessorsins. Norsk króna á Íslandi kæmi í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með minnkaði hættan á einangrun Noregs í Evrópu. Þar að auki myndi gjaldmiðilssamstarfið leiða til sterkari samningsstöðu þjóðanna beggja gagnvart ESB og Rússlandi þegar kemur að hagsmunamálum á norðurslóðum. Þá nefnir Noreng að Noregur og Ísland gætu í framhaldinu komið sér upp sameiginlegri stefnu í fiskveiðimálum, hafréttarmálum, málum sem snúa að olíuvinnslu og umhverfismálum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira