Viðskipti innlent

Bensínlítrinn kominn yfir 260 krónur

Olís hækkaði í dag verðið á bensínlítranum og er hann nú kominn yfir 260 króna múrinn, og raunar rúmum tveimur krónum betur.

Hjá Olís kostar bensínið 262,70 en hin olíufélögin halda sér enn undir 260 krónum. Hjá Shell kostar líterinn 259,70 og hjá N1 er algengt verð 257,70. Svipað verð, eða 257,40 er svo hjá sjálfsagreiðslustöðvunum ÓB og Orkunni og hjá Atlantsolíu kostar lítrinn 257,40.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×