Viðskipti innlent

Totus semur við Landsbankann um endurfjármögnun framkvæmda við Hörpu

fréttablaðið/valli
Totus ehf., félag um eignarhald Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, hefur samið við Landsbankann hf. um að hafa umsjón með útgáfu skuldabréfa vegna endurfjármögnun framkvæmda við Hörpuna að upphæð 18.5 milljarða króna.

Í tilkynningu frá Totus ehf. kemur fram að félagið hafi leitað til fjögurra banka. Alls bárust tvö tilboð og var tilboð Landsbankans hagstæðast.

„Með skuldabréfaútgáfunni verða framkvæmdir við Hörpu fjármagnaðar að fullu og sambankalánið, sem tekið var í ársbyrjun 2010, greitt upp ásamt eigendalánum vegna byggingarinnar. Það teljar að sjálfsögðu mikil tímamót í þessu umfangsmikla verkefni," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×