Viðskipti innlent

ÍLS á orðið 1.751 eign en aðeins 707 þeirra eru í leigu

Þann 20. febrúar s.l. voru eignir í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) orðnar 1.751 talsins. Þar af eru 707 í leigu, að mestu til aðila sem bjuggu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu segir einnig að samtals séu 255 af þessum eignum óíbúðarhæfar þar sem mestur hluti þeirra er ófullgerður.

Þá er 91 eign nýlega komin í eigu sjóðsins og er enn verið að vinna að gerð leigusamninga við þá aðila sem þar búa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×