Yfir 50 þúsund borgarar seldust - ætla að fá metið skráð hjá Guinness 13. mars 2012 11:57 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is. mynd úr einkasafni Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur. Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, segir að í október hafi fyrirtækið lent í tæknierfiðleikum og síðan hafi legið niðri um tíma. „Við vorum núna búnir að uppfæra kerfið fyrir margar milljónir og það var ekkert sem kom upp, þetta gekk bara eins og í sögu. Við bættum við 11 þúsund sölum frá því fyrra sem er met hjá okkur. Við höldum reyndar að þetta sé met í Evrópu," segir hann og bendir á að það sé ekki miðað við höfðatölu. „Maður hefur ekki séð svona tölur í þessum geira í Evrópu. Þetta sést stundum í Bandaríkjunum en ekki oft. Ég held að við séum að ná árangri sem er ótrúlegur á heimsvísu, við erum svo svakalegir við Íslendingar." Og nú ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að athuga hvort að þessar 52 þúsund tilboð sem seldust í gær séu heimsmet. „Við erum að spá í að hafa samband við heimsmetabók Guinness og athuga hvort þetta sé ekki hreinlega met." Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur. Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, segir að í október hafi fyrirtækið lent í tæknierfiðleikum og síðan hafi legið niðri um tíma. „Við vorum núna búnir að uppfæra kerfið fyrir margar milljónir og það var ekkert sem kom upp, þetta gekk bara eins og í sögu. Við bættum við 11 þúsund sölum frá því fyrra sem er met hjá okkur. Við höldum reyndar að þetta sé met í Evrópu," segir hann og bendir á að það sé ekki miðað við höfðatölu. „Maður hefur ekki séð svona tölur í þessum geira í Evrópu. Þetta sést stundum í Bandaríkjunum en ekki oft. Ég held að við séum að ná árangri sem er ótrúlegur á heimsvísu, við erum svo svakalegir við Íslendingar." Og nú ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að athuga hvort að þessar 52 þúsund tilboð sem seldust í gær séu heimsmet. „Við erum að spá í að hafa samband við heimsmetabók Guinness og athuga hvort þetta sé ekki hreinlega met."
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira