Viðskipti innlent

Laun hækkuðu um 6,7% milli ára

Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,6% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,4%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun sérfræðinga mest á milli ára eða um 8,9% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 6,2%.

Á sama tímabili var hækkun launa eftir atvinnugreinum á bilinu 4,7% til 10,0%. Mest hækkuðu laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×