Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Össurar hraunar yfir íslenskt viðskiptaumhverfi

Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf. notaði tækifærið í ræðu sinni á aðalfundi félagsins til að hrauna yfir íslenskt viðskiptaumhverfi. Jacobsen var enn harðorðari nú en í ræðu sinni á þessum fundi í fyrra.

Jacobsen segir að fyrirtækja- og lagaumhverfi landsins hafi þróast til hins verra á Íslandi á síðustu árum. Ör, fljótfær og ómarkviss lagasetning grafi undan þeim stöðugleika sem nauðsynlegur er í alþjóðlegum viðskiptum sem og sú árátta Íslendinga að leita sérlausna á vandamálum, sérlausna sem þekkjast hvergi annarsstaðar á byggðu bóli.

Fram kemur í máli Jacobsen að Össur starfi með undanþágu frá gjaldeyrishöftunum enda væri ekki hægt að vera með starfsemi félagsins hérlendis ef svo væri ekki. Hinsvegar skapi þessi gjaldeyrishöft ýmisleg vandamál fyrir félagið, vandmál sem samkeppnisaðilar Össurar þurfa ekki að glíma við.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×