Viðskipti innlent

Reykjaneshöfn getur staðið í skilum þrátt fyrir kísilklúður

Reykjaneshöfn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að þótt hætt verði við áform Íslenska kísilfélagsins um framkvæmdir í Helguvík mun það ekki hafa áhrif á getu Reykjaneshafnar til að greiða af skuldum sínum.

Eins og kunnugt er hefur Landsvirkjun ákveðið að framlengja ekki raforkusölusamning sinn við Kísilfélagið og eru framtíðaráform félagsins því í óvissu.

Í tilkynningu Reykjaneshafnar segir ennfremur að fjölmargir aðilar hafi að undanförnu sýnt áhuga á framkvæmdum vegna kísilvers í Helguvík og muni Reykjaneshöfn kanna þá möguleika, komi til þess að ekki verði að framkvæmdum Íslenska Kísilfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×