Viðskipti innlent

Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill upplýsingar um stöðu mála hjá Fjármálaeftirlitinu.
Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill upplýsingar um stöðu mála hjá Fjármálaeftirlitinu. mynd/ gva.
Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins.

Eins og kunnugt er var Gunnar Andersen rekinn úr starfi forstjóra stofnunarinnar í dag. Þá hefur stjórn FME kært hann til lögreglunnar fyrir að hafa nálgast trúnaðargögn um Guðlaug Þ. Þórðarson þingmann á ólöglegan hátt.

Birkir Jón vill að stjórn Fjármálaeftirlitsins mæti á fund efnahags- og viðskiptanefndar og geri grein fyrir stöðu mála í kjölfar uppsagnar forstjóra stofnunarinnar. Segir hann brýnt að þessi fundur fari fram hið fyrsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×