Viðskipti innlent

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ber fullt traust til stjórnar FME

Að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), með brottrekstri forstjórans Gunnars Andersen,  gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir einnig að ráðuneytið leggur höfuðáherslu á að engin röskun verði á þeirri mikilvægu starfsemi sem FME hefur með höndum og snýr að því að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×