Jason Kidd, leikstjórnandi NBA-meistara Dallas Mavericks, segir að liðið hafi ekki fengið neitt ókeypis frá dómurum deildarinnar í vetur og að þeir líti ekki á liðið sem meistara.
Nokkrir vafasamir dómar hafa farið gegn Mavs í vetur sem þeir eru allt annað en sáttir við. Nú síðast í leiknum gegn Oklahoma í nótt sem Dallas tapaði naumlega.
"Við fáum aldrei að njóta vafans. Mér finnst ekki að það sé litið á okkur sem meistarana en það er reyndar allt önnur saga," sagði Kidd pirraður.
Vafasöm villa var dæmd á Mavs undir lokin í nótt og svo var ekki dæmt á klárt brot á Dirk Nowitzki. Þessir tveir dómar urðu þess valdandi að Dallas átti ekki möguleika á að vinna leikinn.
Kidd: Við njótum ekki nægrar virðingar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn

