Viðskipti innlent

Krefst þess að farið verði að stjórnsýslulögum í máli Gunnars

Í tilefni af brottvísun Gunnars Þ. Andersen úr forstjórastóli Fjármálaeftirlitsins krefst stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana að farið sé að stjórnsýslulögum þegar fjallað er um störf þeirra á vegum stjórnvalda.

Í tilkynningu, sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi segir að þetta sé ekki síst mikilvægt nú, þegar forstöðumenn ýmissa stofnana vinna að erfiðum og viðkvæmum verkefnum, sem snúa að uppgjöri vegna hrunsins. Á slíkum tímum þurfi staðfestu, úthald og stuðning fagráðuneytis og ráðherra.

Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins sagði í gærkvöldi að ekki væri búið að reka Gunnar, málið væri enn í ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×