Viðskipti innlent

Sjávarklasinn stendur undir fjórðungi af landsframleiðslu Íslands

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja utan um hann, stóð á árinu 2010 undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands.

Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn helsti frumkvöðull klasarannsókna í heiminum, skilgreinir klasa í atvinnulífi sem: „... þyrpingu tengdra fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila, fyrirtækja í tengdum atvinnugreinum og stofnana ...á sérhæfðum sviðum sem keppa hvert við annað en vinna einnig saman."

Tekjur sjávarklasans námu 400 milljörðum króna á árinu 2010. „Á jaðri klasans er að verða til umfangsmikill geiri sjálfstæðrar atvinnustarfsemi í þeim skilningi að þar eru fyrirtæki sem hafa þróast út frá sjávarútveginum, vegna þjónustu við sjávarútveginn, en eru núna orðin sjálfstæð og eru að flytja út vörur á heimsmarkað, sem eru í tengslum við sjávarútveg og matvælaiðnaðinn almennt. Þetta eru fyrirtæki eins og Marel, efnaframleiðslufyrirtæki og ýmis önnur," segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og einn höfunda nýrrar skýrslu um sjávarklasann, en þetta kom fram í viðtali við Ragnar í nýjasta þættinum af Klinkinu.

Í Klinkinu fer Ragnar yfir mikilvægi sjávarklasans, ónýtt tækifæri útvegsfyrirtækja og aukna eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum eins og fiskipróteinum og fleira.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×