Vill að Samkeppniseftirlitið skoði verðlagningu olíufélaganna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2012 19:12 Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar. Bensínið hefur aldrei verið dýrara en nú. Í gær hækkuðu olíufélögin verð sitt enn eina ferðina og kostar bensínlítrinn nú að meðaltali 246 krónur en lítrinn af dísel 253 krónur. Á aðeins mánuði hefur verð á bensín lítranum hækkað um átján krónur. Hækkanirnar má rekja til hærra heimsmarkaðsverðs og hærri skatta á eldsneyti. „Við erum að horfa í það að skattar á hvern bensínlítra hafa hækkað um 55% frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við fyrir þremur árum og það er nú ansi ríflegt," segir Runólfur Ólafsson. Þá telur hann að hækkanirnar megi einnig rekja til þess að olíufélögin hafi heldur bætt í álagningu. „Það er eins og menn séu að læða inn einhverri krónu eða tveimur með þessum skattahækkanir og hækkunum erlendis. Til að mynda á sama tíma og við erum að horfa yfir hér, það er janúarmánuð, þá hefur eldsneytisverð í Danmörku hækkað um það bil þremur krónum minna að teknu tilliti til skattabreytinganna," segir Runólfur. Runólfur segir FÍB undirbúa erindi til Samkeppniseftirlitisins. Félagið vill að álagning olíufélaganna verði skoðuð þar sem verðmunur á milli þeirra hafi aldrei verið minni en um þessar mundir. „Það virðist vera orðin bara nánast regla að það er ekki mikið meira en þrjátíu aura munur á milli svona algengasta verðs og lægsta verðs á markaði. Þrjátíu aurar miðað við núverandi aðstæður eru á milli 0,1 og 0,15 prósent það er bara mjög óeðlilega lítill verðmunur. Ég þekki hvergi til svona lítils verðmunar í nágrannaríkjum okkar. Þannig að við skorum á Samkeppnisyfirvöld að skoða þetta sérstaklega," segir Runólfur. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar. Bensínið hefur aldrei verið dýrara en nú. Í gær hækkuðu olíufélögin verð sitt enn eina ferðina og kostar bensínlítrinn nú að meðaltali 246 krónur en lítrinn af dísel 253 krónur. Á aðeins mánuði hefur verð á bensín lítranum hækkað um átján krónur. Hækkanirnar má rekja til hærra heimsmarkaðsverðs og hærri skatta á eldsneyti. „Við erum að horfa í það að skattar á hvern bensínlítra hafa hækkað um 55% frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við fyrir þremur árum og það er nú ansi ríflegt," segir Runólfur Ólafsson. Þá telur hann að hækkanirnar megi einnig rekja til þess að olíufélögin hafi heldur bætt í álagningu. „Það er eins og menn séu að læða inn einhverri krónu eða tveimur með þessum skattahækkanir og hækkunum erlendis. Til að mynda á sama tíma og við erum að horfa yfir hér, það er janúarmánuð, þá hefur eldsneytisverð í Danmörku hækkað um það bil þremur krónum minna að teknu tilliti til skattabreytinganna," segir Runólfur. Runólfur segir FÍB undirbúa erindi til Samkeppniseftirlitisins. Félagið vill að álagning olíufélaganna verði skoðuð þar sem verðmunur á milli þeirra hafi aldrei verið minni en um þessar mundir. „Það virðist vera orðin bara nánast regla að það er ekki mikið meira en þrjátíu aura munur á milli svona algengasta verðs og lægsta verðs á markaði. Þrjátíu aurar miðað við núverandi aðstæður eru á milli 0,1 og 0,15 prósent það er bara mjög óeðlilega lítill verðmunur. Ég þekki hvergi til svona lítils verðmunar í nágrannaríkjum okkar. Þannig að við skorum á Samkeppnisyfirvöld að skoða þetta sérstaklega," segir Runólfur.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira