Viðskipti innlent

Tölvan Watson gerir næstum allt nema að skera upp sjúklinga

Watson vann sér það til frægðar að vinna tvo bestu keppendur í bandaríska spurningaþættinum Jeopardy.
Watson vann sér það til frægðar að vinna tvo bestu keppendur í bandaríska spurningaþættinum Jeopardy.
Snjallasta vél heims tekur rými á við 10 ísskápa og hefur vinnsluminni fyrir 200 milljónir blaðsíðna.

Á Utmessunni 2012 næstkomandi fimmtudag mun Anton M. Egilsson sérfræðingur frá Nýherja fjalla um Watson, stórtölvuna, sem býr yfir byltingakenndum algóriþima en hún vann sér það til frægðar að vinna tvo bestu keppendur í bandaríska spurningaþættinum Jeopardy. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

"Stórtölvan Watson er ekkert smásmíði, en hún er smíðuð úr 90 IBM Power 750 netþjónum, hefur 16 terabæti af vinnsluminni og 2880 örgjörva kjarna, sem vinna allir samhliða. Þá getur hún framkvæmt sem nemur 80 trilljón aðgerðir á sekúndu," segir Anton. Á ráðstefnunni mun hann fjalla um þróun Watson og framtíð stórtölva á komandi árum.

Erindi Antons á Utmessunni um Watson stórtölvuna er hluti af örerindum sem er ætlað áhugafólki um tölvur og tækni.

Þess má geta að Watson situr ekki auðum höndum en tölvan hefur hafið störf hjá bandaríska heilbrigðiskerfinu þar sem hún aðstoðar við sjúkdómsgreiningar og getur víst gert flest allt nema að skera upp sjúklinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×