Handbolti

Nyegaard: Tveir danskir leikmenn fá fullt hús fyrir frammistöðuna í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna í gær.
Danir fagna í gær. Mynd/AFP
Bent Nyegaard, einn helsti handboltasérfræðingur Dana, fór yfir frammistöðu leikmanna danska liðsins þegar Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleik í gær.

Nyegaard telur að tveir leikmenn danska liðsins eigi skilið fullt hús fyrir frammistöðu sína í úrslitaleiknum en það voru markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen

„Markvarsla gerist ekki betri en þetta. Hann var mjög öruggur og ég man ekki eftir neinum bolta sem hann átti að taka en fór inn. Stórkostleg frammistaða," sagði Nyegaard um Niklas Landin sem varði 22 skot í úrslitaleiknum eða langt yfir 50 prósent skota sem komu á hann.

„Hann var sveiflukenndur á þessu móti en spilaði eins og sá sem valdið hefur í þessum úrslitaleik. Hann tók á skarið á öllum úrslitastundum í þessum leik og það eru bara þeir allra bestu sem geta það. Hann er kominn fram úr Frakkanum Karabatic," sagði Nyegaard um Mikkel Hansen sem skoraði 9 mörk í úrslitaleiknum.

Einkunnir dönsku leikmannanna: (Tólf hæst)

12

Niklas Landin

Mikkel Hansen

10

Rene Toft Hansen

Kasper Nielsen

Ulrik Wilbek, þjálfari

7

Thomas Mogensen

Bo Spellerberg

Nikolaj Markussen

Anders Eggert

Henrik Toft Hansen

4

Hans Lindberg

Rasmus Guild

2

Lasse Svan Hansen

Kasper Söndergaard

Lars Christiansen

Léku ekki

Marcus Cleverly

Mads Christiansen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×