Viðskipti innlent

Baldur, Ármann og Kjartan nýir eigendur

Baldur Guðlaugsson, er stjórnarformaður bókaútgáfu sem hann á ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Kjartani Gunnarssyni og Ármanni Þorvaldssyni.
Baldur Guðlaugsson, er stjórnarformaður bókaútgáfu sem hann á ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Kjartani Gunnarssyni og Ármanni Þorvaldssyni.
Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Öld ehf., félag í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, var áður eini eigandi útgáfunnar. Öld á nú helmingshlut.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fyrirtækjaskrá barst í lok nóvember 2011. BF-útgáfa, sem gefur út undir heitunum Bókafélagið og Almenna bókafélagið, gaf út 20 bækur í fyrra. Á meðal þeirra voru bækur eftir Egil Gillz Einarsson og tvo eigendur útgáfunnar, þá Ármann og Hannes Hólmstein.

Hlutafé BF-útgáfu var hækkað úr 500 þúsund í eina milljón króna að nafnvirði. Baldur skráði sig fyrir 250 þúsund króna hlutafé á genginu 40. Hann greiddi því 10 milljónir króna fyrir. Ármann keypti 50 þúsund að nafnvirði á genginu 40 og greiddi tvær milljónir króna fyrir. Kjartan keypti 200 þúsund að nafnvirði á genginu 27,5 og greiddi 5,5 milljónir króna fyrir. Nýju eigendurnir settust í kjölfarið í stjórn útgáfunnar. Skoðunarmaður hennar er síðan fjórði eigandinn, Hannes Hólmsteinn.

Eini fasti starfsmaður BF-útgáfu er framkvæmdastjórinn Jónas Sigurgeirsson. Hann var yfirmaður samskiptasviðs Kaupþings fyrir hrun. - þsj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×