Baldur, Ármann og Kjartan nýir eigendur 26. janúar 2012 09:11 Baldur Guðlaugsson, er stjórnarformaður bókaútgáfu sem hann á ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Kjartani Gunnarssyni og Ármanni Þorvaldssyni. Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Öld ehf., félag í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, var áður eini eigandi útgáfunnar. Öld á nú helmingshlut. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fyrirtækjaskrá barst í lok nóvember 2011. BF-útgáfa, sem gefur út undir heitunum Bókafélagið og Almenna bókafélagið, gaf út 20 bækur í fyrra. Á meðal þeirra voru bækur eftir Egil Gillz Einarsson og tvo eigendur útgáfunnar, þá Ármann og Hannes Hólmstein. Hlutafé BF-útgáfu var hækkað úr 500 þúsund í eina milljón króna að nafnvirði. Baldur skráði sig fyrir 250 þúsund króna hlutafé á genginu 40. Hann greiddi því 10 milljónir króna fyrir. Ármann keypti 50 þúsund að nafnvirði á genginu 40 og greiddi tvær milljónir króna fyrir. Kjartan keypti 200 þúsund að nafnvirði á genginu 27,5 og greiddi 5,5 milljónir króna fyrir. Nýju eigendurnir settust í kjölfarið í stjórn útgáfunnar. Skoðunarmaður hennar er síðan fjórði eigandinn, Hannes Hólmsteinn. Eini fasti starfsmaður BF-útgáfu er framkvæmdastjórinn Jónas Sigurgeirsson. Hann var yfirmaður samskiptasviðs Kaupþings fyrir hrun. - þsj Mest lesið Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Viðskipti innlent Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Viðskipti innlent Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fleiri fréttir Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Öld ehf., félag í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, var áður eini eigandi útgáfunnar. Öld á nú helmingshlut. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fyrirtækjaskrá barst í lok nóvember 2011. BF-útgáfa, sem gefur út undir heitunum Bókafélagið og Almenna bókafélagið, gaf út 20 bækur í fyrra. Á meðal þeirra voru bækur eftir Egil Gillz Einarsson og tvo eigendur útgáfunnar, þá Ármann og Hannes Hólmstein. Hlutafé BF-útgáfu var hækkað úr 500 þúsund í eina milljón króna að nafnvirði. Baldur skráði sig fyrir 250 þúsund króna hlutafé á genginu 40. Hann greiddi því 10 milljónir króna fyrir. Ármann keypti 50 þúsund að nafnvirði á genginu 40 og greiddi tvær milljónir króna fyrir. Kjartan keypti 200 þúsund að nafnvirði á genginu 27,5 og greiddi 5,5 milljónir króna fyrir. Nýju eigendurnir settust í kjölfarið í stjórn útgáfunnar. Skoðunarmaður hennar er síðan fjórði eigandinn, Hannes Hólmsteinn. Eini fasti starfsmaður BF-útgáfu er framkvæmdastjórinn Jónas Sigurgeirsson. Hann var yfirmaður samskiptasviðs Kaupþings fyrir hrun. - þsj
Mest lesið Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Viðskipti innlent Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Viðskipti innlent Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fleiri fréttir Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Sjá meira