Viðskipti innlent

Stóraukin sala á sólarlandaferðum

LVP skrifar
Sala á sólarlandaferðum hefur aukist verulega undanfarið og eru dæmi um að ferðaskrifstofur selji allt að helmingi fleiri ferðir nú en í fyrra. Kuldatíðin hefur sitt að segja.

Síðastliðinn mánuður var kaldasti desembermánuður í höfuðborginni í áratugi og var snjór með mesta móti.

Það er kannski ekki að furða að eftir kuldatíðina undanfarið sjái margir það í hyllingum að liggja á sólarströnd en ferðaskrifstofur hafa selt óvenju margar sólarlandaferðir undanfarið.

Nokkrar ferðaskrifstofur bjóða upp á reglulegar ferðir til Kanaríeyja yfir vetrartímann. Næstu mánuði eru að jafnaði í boði um sjö hundruð flugsæti þangað í hverri viku. Þegar er uppselt í hluta af ferðunum en salan er mun meiri en í fyrra. Misjafnt er á milli ferðaskrifstofa hversu mikil aukningin er eða allt frá tuttugu til fimmtíu prósent.

„Við sjáum mikla aukningu í ferðum til Gran Canaria og Tenerife í vetur frá því sem var. Við erum að sjá á okkar tölu um það bil 50% aukningu frá sama tíma í fyrra," segir Helgi Eysteinsson hjá ferðaskrifstofunni Vita.

Helgi segir kuldann undanfarið hafa sitt að segja enda hafi veðrið alltaf áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×