Niðurstaðan hljóti að vera vonbrigði Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2012 12:37 Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Niðurstaðan úr gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem haldin voru í gær hlýtur að hafa valdið bankanum töluverðum vonbrigðum, segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu í dag. Greining segist telja að niðurstaðan viti ekki á gott fyrir framhald áætlunar stjórnvalda um afléttingu hafta næsta kastið. Þó gefur niðurstaðan vissulega vísbendingar um það gengi sem innlendir og erlendir fjárfestar eru tilbúnir að eiga viðskipti á með krónur fyrir evrur. Sem kunnugt er þá ræðir hér um þrjú útboð. Í tveimur útboðum sem fóru fram um morguninn keypti bankinn evrur, annars vegar gegn greiðslu í verðtryggðu ríkisbréfunum RIKS33 og hins vegar í skiptum fyrir krónur til langtímafjárfestingar samkvæmt hinni svokölluðu 50/50 leið, en í hinu þriðja sem fór fram eftir hádegi kallaði bankinn eftir tilboðum frá aðilum sem vildu kaupa evrur og greiða krónur fyrir. Greining segir að þátttakan í morgunútboðunum hafi verið mun minni en í gjaldeyrisútboðunum í febrúar. Þannig hafi heildarfjárhæð tilboða hljóðað upp á 92,9 milljónir evra í gær samanborið við 173,6 milljónir evra í febrúarútboðunum. Þetta sé jafnframt lægri fjárhæð en bankinn hafði stefnt að kaupa í þessum tveimur útboðum sem var 100 milljónir evra, en bankinn áskildi sér eðlilega rétt til þess að breyta þeirri fjárhæð eftir þörfum. Alls tók bankinn tilboðum að fjárhæð 22,5 milljónir evra í útboðunum, á 239 krónur fyrir hverja evru. Þá segir Greining að þátttakan í 50/50 hafi verið aðeins þriðjungur af þátttöku í febrúar. Í 50/50 leiðina hafi borist alls 23 tilboð að fjárhæð 22 milljónir evra og bankinn tekið tilboðum fyrir 20,7 milljónir evra, sem samsvarar til um 4,9 milljarða króna. Þetta sé mun minni þátttaka en í febrúar, en þá hafi fjárhæð tilboða numið 59,1 milljónum evra, og hafi þeim jafnframt öllum verið tekið. Því megi ætla að fátt hafi verið um krónukaup tengt stórum fjárfestingum til langs tíma í íslensku atvinnulífi, og frekar að um hálfgerðan samtíning hafi verið að ræða. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Niðurstaðan úr gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem haldin voru í gær hlýtur að hafa valdið bankanum töluverðum vonbrigðum, segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu í dag. Greining segist telja að niðurstaðan viti ekki á gott fyrir framhald áætlunar stjórnvalda um afléttingu hafta næsta kastið. Þó gefur niðurstaðan vissulega vísbendingar um það gengi sem innlendir og erlendir fjárfestar eru tilbúnir að eiga viðskipti á með krónur fyrir evrur. Sem kunnugt er þá ræðir hér um þrjú útboð. Í tveimur útboðum sem fóru fram um morguninn keypti bankinn evrur, annars vegar gegn greiðslu í verðtryggðu ríkisbréfunum RIKS33 og hins vegar í skiptum fyrir krónur til langtímafjárfestingar samkvæmt hinni svokölluðu 50/50 leið, en í hinu þriðja sem fór fram eftir hádegi kallaði bankinn eftir tilboðum frá aðilum sem vildu kaupa evrur og greiða krónur fyrir. Greining segir að þátttakan í morgunútboðunum hafi verið mun minni en í gjaldeyrisútboðunum í febrúar. Þannig hafi heildarfjárhæð tilboða hljóðað upp á 92,9 milljónir evra í gær samanborið við 173,6 milljónir evra í febrúarútboðunum. Þetta sé jafnframt lægri fjárhæð en bankinn hafði stefnt að kaupa í þessum tveimur útboðum sem var 100 milljónir evra, en bankinn áskildi sér eðlilega rétt til þess að breyta þeirri fjárhæð eftir þörfum. Alls tók bankinn tilboðum að fjárhæð 22,5 milljónir evra í útboðunum, á 239 krónur fyrir hverja evru. Þá segir Greining að þátttakan í 50/50 hafi verið aðeins þriðjungur af þátttöku í febrúar. Í 50/50 leiðina hafi borist alls 23 tilboð að fjárhæð 22 milljónir evra og bankinn tekið tilboðum fyrir 20,7 milljónir evra, sem samsvarar til um 4,9 milljarða króna. Þetta sé mun minni þátttaka en í febrúar, en þá hafi fjárhæð tilboða numið 59,1 milljónum evra, og hafi þeim jafnframt öllum verið tekið. Því megi ætla að fátt hafi verið um krónukaup tengt stórum fjárfestingum til langs tíma í íslensku atvinnulífi, og frekar að um hálfgerðan samtíning hafi verið að ræða.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira