Handbolti

Danmörk Evrópumeistari í annað sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/AFP
Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta í annað sinn eftir 21-19 sigur á heimamönnum Serbíu í leik þar sem markverðir liðanna og varnir stálu senunni.

Danmörk skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og gáfu tóninn því þó Serbía hafi jafnað metin í 2-2 náði Danir aftur tveggja marka forystu í kjölfarið og héldu forystunni það sem eftir lifði leiks.

Danmörk var tveimur mörkum yfir í hálfleik 9-7 og náði mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en Serbía var aldrei langt undan.

Síðustu tíu mínútur leiksins skiptust liðin á að skora, það munaði einu til tveimur mörkum þar til Mikkel Hansen stelur boltanum og kemur Dönum þremur mörkum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir og gulltryggði sigurinn.

Niklas Landin var besti leikmaður Dana og varði 22 skot. Mikkel Hansen stóð honum ekki langt að baki en Hansen tók sóknarleik Dana yfir síðasta stundarfjórðunginn og skoraði fimm af sjö síðustu mörkum liðsins og alls níu mörk í leiknum.

Darko Stanic stóð upp úr í liði Serbíu en hann varði ekki eins mikið í seinni hálfleik og þeim fyrri. Lykilmenn eins og Momir Ilic náðu sér ekki á strik gegn Landin og sigur Danmerkur fyllilega verðskuldaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×