Handbolti

Sigur Dana frábærar fréttir fyrir Íslendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Danir urðu rétt í þessu Evróumeistarar í handknattleik eftir 21-19 sigur á Serbum. Úrslitin þýða að Ísland fær mun þægilegri riðil í undankeppni Ólympíuleikanna í London 2012.

Íslendingar mæta Króötum, Japönum og Síle þökk sé sigri Dana. Hefðu Serbar haft sigur í úrslitaleiknum hefðu andstæðingarnir orðið Spánverjar, Brasilíumenn og Slóvenar.

Það eru ekki aðeins Íslendingar sem fagna sigri Dana því Pólverjar fengu sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og leika í undanriðli 1.

Hér að neðan má sjá riðlana í undankeppninni en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í London.

Undanriðill 1 á Spáni:

Spánn

Pólland

Serbía

Alsír

Undanriðill 2 í Svíþjóð:

Svíþjóð

Ungverjaland

Brasilía

Makedónía

Undanriðill 3 í Króatíu:

Króatía

Ísland

Japan

Síle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×