Viðskipti innlent

Hækkanir og lækkanir á íslenska markaðnum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Gengi hlutabréfa í þeim félögum sem skráð eru á markað hér á landi hafa ýmist hækkað skarplega í dag eða lækkað. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 1,46 prósent í dag og er gengi bréfa í félaginu nú 16,85.

Gengi bréfa í Össuri hefur aftur á móti hækkað um 2,4 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 192. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um ríflega eitt prósent og er nú 140, og gengi bréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 0,37 prósent og er nú 5,43.

Frekari upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×