Rúnar: Fullkomið skref á þessum tímapunkti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 06:00 Rúnar vonast til að verða í eldlínunni með Íslandi gegn Hollendingum í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Rúnari Kárasyni, sem á dögunum gekk til liðs við Grosswallstadt í efstu deild þýska handboltans, líst vel á að spila í bláu og hvítu á nýjan leik. Rúnar segir fyrsta kost hafa verið að spila áfram með Bergischer HC og hafi lagt allt kapp á að halda liðinu uppi. Það tókst þó ekki. „Ég gat sagt upp samningnum ef við myndum falla sem var alltaf möguleiki sem ég ætlaði að nota," segir Rúnar og segir hjólin hafa farið að snúast hratt eftir að ljóst var að Bergischer félli. „Það var fínt að klára þetta áður en ég kom heim. Ég var búinn að ákveða mig að ef þetta myndi ekki ganga upp myndi ég fara til „Grosso". Það er gott skref íþróttalega séð fyrir mig. Fornfrægur klúbbur sem hefur stöðugt verið að skila af sér ungum leikmönnum í betri lið," segir Rúnar en ekki spilli fyrir að hafa félaga sinn Sverre Jakobsson úr landsliðinu í herbúðum liðsins. „Það er auðvitað gaman að vera með Sverre því ég þekki hann vel. Hann ber félaginu vel söguna," segir Rúnar. Rúnar, sem er nýorðinn 24 ára, telur skrefið til Grosswallstadt passlegt fyrir sig á þessum tímapunkti á ferli hans. „Hvorki of stórt né of lítið. Fullkomið í rauninni. Það er betra fyrir mig að fá að spila mikið með félagi í neðri hluta deildarinnar heldur en að fara ofar og vera mikið á bekknum," segir Rúnar sem reiknar með samkeppni um stöðu hægri skyttu. „Þeir vilja ekki setja alla pressuna á 24 ára strák sem ég skil mjög vel. Það er líka gott fyrir mig. Ég hef fengið mjög lítið aðhald í vetur hvað varðar samkeppni og hef í rauninni bara verið tekinn útaf ef ég hef verið lélegur," segir Rúnar sem segir liðið byggja á varnarleik sínum. „Þetta er mjög sterkt varnarlið og einnig stemmninglið ekki ósvipað gamla KA með Sverre í broddi fylkingar," segir Rúnar og bætir við að litirnir í búningi félagsins spilli ekki fyrir. „Ég er líka ánægður að þeir spila í hvítu og bláu. Þá er maður kominn aftur í Fram-litina sem er klassi," segir Rúnar sem lék með Fram upp yngri flokka allt til ársins 2009 er hann hélt í atvinnumennsku. Rúnar segist ekki vera kominn með fiðring vegna Ólympíuleikana í sumar. „Fyrir það fyrsta veit ég ekki hvort ég fari með eða ekki. Það er bara að taka hvern dag með því hugarfari að hann sé síðasti dagur fyrir niðurskurð," segir Rúnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í betra líkamlegu formi og langi til London. „Það væri algjör draumur að fá að spila á Ólympíuleikum með þessum snillingum hérna." Áður en að Ólympíuleikunum kemur mætir landsliðið Hollendingum í tveimur leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í janúar. „Ef ég fæ tækifærið á móti Hollandi þarf ég klárlega að nýta það enda fer hver að verða síðastur að tryggja sæti sitt í hópnum." Handbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Rúnari Kárasyni, sem á dögunum gekk til liðs við Grosswallstadt í efstu deild þýska handboltans, líst vel á að spila í bláu og hvítu á nýjan leik. Rúnar segir fyrsta kost hafa verið að spila áfram með Bergischer HC og hafi lagt allt kapp á að halda liðinu uppi. Það tókst þó ekki. „Ég gat sagt upp samningnum ef við myndum falla sem var alltaf möguleiki sem ég ætlaði að nota," segir Rúnar og segir hjólin hafa farið að snúast hratt eftir að ljóst var að Bergischer félli. „Það var fínt að klára þetta áður en ég kom heim. Ég var búinn að ákveða mig að ef þetta myndi ekki ganga upp myndi ég fara til „Grosso". Það er gott skref íþróttalega séð fyrir mig. Fornfrægur klúbbur sem hefur stöðugt verið að skila af sér ungum leikmönnum í betri lið," segir Rúnar en ekki spilli fyrir að hafa félaga sinn Sverre Jakobsson úr landsliðinu í herbúðum liðsins. „Það er auðvitað gaman að vera með Sverre því ég þekki hann vel. Hann ber félaginu vel söguna," segir Rúnar. Rúnar, sem er nýorðinn 24 ára, telur skrefið til Grosswallstadt passlegt fyrir sig á þessum tímapunkti á ferli hans. „Hvorki of stórt né of lítið. Fullkomið í rauninni. Það er betra fyrir mig að fá að spila mikið með félagi í neðri hluta deildarinnar heldur en að fara ofar og vera mikið á bekknum," segir Rúnar sem reiknar með samkeppni um stöðu hægri skyttu. „Þeir vilja ekki setja alla pressuna á 24 ára strák sem ég skil mjög vel. Það er líka gott fyrir mig. Ég hef fengið mjög lítið aðhald í vetur hvað varðar samkeppni og hef í rauninni bara verið tekinn útaf ef ég hef verið lélegur," segir Rúnar sem segir liðið byggja á varnarleik sínum. „Þetta er mjög sterkt varnarlið og einnig stemmninglið ekki ósvipað gamla KA með Sverre í broddi fylkingar," segir Rúnar og bætir við að litirnir í búningi félagsins spilli ekki fyrir. „Ég er líka ánægður að þeir spila í hvítu og bláu. Þá er maður kominn aftur í Fram-litina sem er klassi," segir Rúnar sem lék með Fram upp yngri flokka allt til ársins 2009 er hann hélt í atvinnumennsku. Rúnar segist ekki vera kominn með fiðring vegna Ólympíuleikana í sumar. „Fyrir það fyrsta veit ég ekki hvort ég fari með eða ekki. Það er bara að taka hvern dag með því hugarfari að hann sé síðasti dagur fyrir niðurskurð," segir Rúnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í betra líkamlegu formi og langi til London. „Það væri algjör draumur að fá að spila á Ólympíuleikum með þessum snillingum hérna." Áður en að Ólympíuleikunum kemur mætir landsliðið Hollendingum í tveimur leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í janúar. „Ef ég fæ tækifærið á móti Hollandi þarf ég klárlega að nýta það enda fer hver að verða síðastur að tryggja sæti sitt í hópnum."
Handbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira