Forstjóri Hörpu: Nauðsynlegt að horfa til langs tíma í rekstrinum Magnús Halldórsson skrifar 4. ágúst 2012 12:15 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú, innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu. Ef fer sem horfir á þessu ári þá verður 407 milljóna króna halli á rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpunnar, en rekstraráætlun sem gerð var um rekstur hússins hefur engan vegin staðist. Ástæðurnar fyrir tapinu eru þær að fasteignagjöld eru hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi. Með öðrum orðum, þá hefur ekkert atriði í rekstraráætlun fyrir starfsemi í Hörpunni, sem ákvörðun ríkis og borgar um að halda byggingu hússins áfram eftir hrun, gengið eftir. Nýr forstjóri Hörpunnar, Halldór Guðmundsson, er vongóður um að reksturinn muni batna til framtíðar litið, og segir tekjumöguleika vera mikla. „Það er okkar verkefni sem komum að rekstri hússins er að búa til langtímaáætlun, sem byggir á okkar sannfæringu, hverju rekstur getur skilað til framtíðar litið. Þegar þetta hefur verið lagt fram og skoðað ofan í kjölinn þá er komin mun skýrari mynd á það hverju reksturinn getur skilað." Halldór segir ennfremur að fráleitt væri að hætta rekstri hússins, og því þurfi allir sem koma að rekstrinum að taka saman höndum og reyna að nýta það sem best. „Það á auðvitað ekki að reka húsið með miklum halla í mörg ár. En ætlar einhver að segja, að við höfum klárð húsið í kreppu, en lokað því þegar landið er rísa? Auðvitað verður þetta hús starfrækt áfram og eigendur þess, ríki og borg, verða að koma sér saman um framtíðarhlutverk þess og við sem þjóð að reyna að nýta það sem best." Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú, innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu. Ef fer sem horfir á þessu ári þá verður 407 milljóna króna halli á rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpunnar, en rekstraráætlun sem gerð var um rekstur hússins hefur engan vegin staðist. Ástæðurnar fyrir tapinu eru þær að fasteignagjöld eru hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi. Með öðrum orðum, þá hefur ekkert atriði í rekstraráætlun fyrir starfsemi í Hörpunni, sem ákvörðun ríkis og borgar um að halda byggingu hússins áfram eftir hrun, gengið eftir. Nýr forstjóri Hörpunnar, Halldór Guðmundsson, er vongóður um að reksturinn muni batna til framtíðar litið, og segir tekjumöguleika vera mikla. „Það er okkar verkefni sem komum að rekstri hússins er að búa til langtímaáætlun, sem byggir á okkar sannfæringu, hverju rekstur getur skilað til framtíðar litið. Þegar þetta hefur verið lagt fram og skoðað ofan í kjölinn þá er komin mun skýrari mynd á það hverju reksturinn getur skilað." Halldór segir ennfremur að fráleitt væri að hætta rekstri hússins, og því þurfi allir sem koma að rekstrinum að taka saman höndum og reyna að nýta það sem best. „Það á auðvitað ekki að reka húsið með miklum halla í mörg ár. En ætlar einhver að segja, að við höfum klárð húsið í kreppu, en lokað því þegar landið er rísa? Auðvitað verður þetta hús starfrækt áfram og eigendur þess, ríki og borg, verða að koma sér saman um framtíðarhlutverk þess og við sem þjóð að reyna að nýta það sem best."
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira