Viðskipti innlent

Skattheimta: 450 þúsund verða að 179 þúsundum

Benedikt Jóhannesson tók saman skattagreiðslur fyrir Bítið á Bylgjunni
Benedikt Jóhannesson tók saman skattagreiðslur fyrir Bítið á Bylgjunni

Einstaklingur með 450 þúsund krónur í mánaðarlaun fær 40 prósent af þeim til rástöfunar og aðeins 33 prósent ef launatengd gjöld eru tekin með, þegar hið opinbera hefur tekið sitt.

Þetta er niðurstaða úr útreikningum, sem Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hjá Talnakönnun, reiknaði út fyrir þáttinn Bítið á Bylgjunni, og greint var frá í morgun.

Niðurstöðurnar eru byggðar á upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu, Samtökum íslenskra sveitarfélaga, Hagstofunni, Samtökum atvinnulífsins, verkalýðsfélögum og lífeyerissjóðum.

Hér er aðeins skoðað hvert launatekjurnar fara en ekki hvað kemur á móti, til dæmis greiðslur frá Tryggingastofnun, barnabætur, vaxtabætur og fleira.

Þá eru greiðslur í lífeyrissjóði ekki reiknaðar inn sem ráðstöfunartekjur, þótt þær myndi sparnað. Sama á við um félagsgjöld og fleiri gjöld, þau eru ekki ráðstöfunartekjur.

Viðmiðunartalan hér er 450 þúsund krónur á mánuði, sem áður segir, en hún er um það bil 60 þúsund krónum yfir meðallaunum í landinu.

Hlutfall ráðstöfunartekna hækkar eftir þvi sem launin lækka. Þannig hefur einstaklingur með aðeins 325 þúsund króna mánaðarlaun 45 prósent af þeim í ráðstöfunartekjur á móti 40 prósentum í hærra dæminu.

Hlusta má á viðtal við Benedikt úr Bítinu í morgun með því að smella hér, eða á tengilinn hér að ofan.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×