Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 18 stiga sigur á Brynjari Þór Björnssyni og félögum í Jämtland Basket, 102-84, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna-liðið endaði þar með tveggja leikja taphrinu en Jämtland tapaði sínum öðrum leik í röð.
Brynjar Þór Björnsson hafði betur í einstaklingskeppninni en Logi Gunnarsson fagnaði góðum sigri með félögum sínum. Brynjar Þór var með 14 stig á 28 mínútum en hann hitti meðal annars úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var líka með 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
Logi skoraði 11 stig á 23 mínútum en hann var kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna og klikkaði á 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Logi var líka með 4 fráköst og 3 stoðsendingar.
Solna Vikings hefur unnið 8 af 16 leikjum sínum í vetur eða tveimur leikjum fleira en Jämtland. Solna komst upp í 7. sætið með þessum sigri en Jämtland er áfram í 9. sætinu.
Brynjar skoraði meira en Logi fagnaði sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti