Handbolti

Pólverjar kláruðu Suður-Kóreumenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tomasz Rosinksi og Mariusz Jurasik í leiknum í kvöld.
Tomasz Rosinksi og Mariusz Jurasik í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

Pólland er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir á HM í handbolta en í kvöld vann liðið sigur á Suður-Kóreu, 25-20.

Pólverjar eru þar með komnir áfram í milliriðlakeppnina en Svíar geta einnig komist í átta stig með sigri á Argentínu í kvöld.

Kóreumenn byrjuðu betur og komust í 4-1. Þeir voru með þriggja marka forystu, 10-7, þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

Pólverjar náðu að minnka muninn í eitt mark áður en flautað var til hálfleiks en þeir tók síðan öll völd í síðari hálfleik. Þeir skoruðu þrettán mörk gegn þremur á kafla í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn.

Gregorz Tkakczyk og Bartosz Jurecki skoruðu fimm mörk hver fyrir Pólland og hjá Suður-Kóreu var Geun Dong Yu markahæstur með fimm mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×