Viðskipti innlent

Rabbínar votti súkkulaði

Hér kanna gyðingar flatköku en við vissa hátíð mega þeir ekki borða brauðmeti sem inniheldur ger. Baldvin segir viðskiptatækifæri í því hjá íslensku fyrirtækjum að fá vottun á vörur sínar frá rabbíium.
Hér kanna gyðingar flatköku en við vissa hátíð mega þeir ekki borða brauðmeti sem inniheldur ger. Baldvin segir viðskiptatækifæri í því hjá íslensku fyrirtækjum að fá vottun á vörur sínar frá rabbíium.
Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun.  Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá.

Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vottun. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu í sælgætisiðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann.

Hann segir enn fremur til mikils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðingar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þessum hætti.

Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vandkvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörkuðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti.

Baldvin hefur áður komið hingað til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis-hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heilmikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís.

Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem framleidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingrum í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu.

- jse

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
VIS
2,21
5
54.632
EIM
2,05
2
15.025
SJOVA
1,87
13
81.312

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,01
8
100.242
MAREL
-0,8
8
25.511
ICEAIR
-0,6
54
37.782
LEQ
-0,16
1
2.482
EIK
0
5
10.878
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.