Rabbínar votti súkkulaði 30. júlí 2011 11:00 Hér kanna gyðingar flatköku en við vissa hátíð mega þeir ekki borða brauðmeti sem inniheldur ger. Baldvin segir viðskiptatækifæri í því hjá íslensku fyrirtækjum að fá vottun á vörur sínar frá rabbíium. Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá. Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vottun. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu í sælgætisiðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann. Hann segir enn fremur til mikils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðingar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þessum hætti. Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vandkvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörkuðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti. Baldvin hefur áður komið hingað til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis-hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heilmikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís. Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem framleidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingrum í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu. - jse Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá. Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vottun. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu í sælgætisiðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann. Hann segir enn fremur til mikils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðingar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þessum hætti. Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vandkvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörkuðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti. Baldvin hefur áður komið hingað til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis-hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heilmikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís. Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem framleidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingrum í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu. - jse
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira