Viðskipti innlent

Verulega dregur úr hagnaði HS Orku

Hagnaður HS Orku nam 865 milljónum kr. í fyrra samanborið við hagnað að upphæð 6,8 milljörðum kr. á árinu 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Þar segir að þegar tekið hefur verið tillit til tekna og gjalda færðra á eigið fé er afkoman í heild jákvæð um 711 milljónir samanborið við hagnað að upphæð 8,2 milljarða árið áður. Lakari heildarafkoma stafar í meginatriðum af lækkun á álafleiðum (framtíðarvirði álsölusamninga) samanborið við 2009.

Samkvæmt ársreikningnum námu heildartekjur HS Orku hf. á árinu tæpum 7,0 milljörðum samanborið við 6,2 milljarða árið áður. Þessa tekjuaukningu má í meginatriðum rekja til hærra álverðs.

Framleiðslu- og sölukostnaður nam 4,7 milljörðum samanborið við 4,5 milljarð árið áður. Aukning skapast vegna annars vegar aukinna kaupa á raforku og hins vegar stórrar upptektar á einni vél félagsins. Önnur rekstrargjöld námu 406 milljónum samanborið við 416 milljónir á árinu 2009.

Breyting annarra rekstrargjalda stafar aðallega af sérstakri afskrift vegna áætlaðra höfuðstöðva félagsins eða um 63 milljónir samanborið við afskrift þróunarkostnaðar að upphæð 142 milljónir 2009, einnig er aukning í almennum kostnaði en á móti kemur minni gjaldfærsla við lífeyrissjóðsskuldbindinga en árið 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×