Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn 15. febrúar 2011 10:57 Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt. Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt.
Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent