Handbolti

Rúnar sterkur í toppslag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason átti virkilegan góðan leik fyrir Bergischer í kvöld er það gerði jafntefli, 32-32, við Dusseldorf í miklum toppslag.

Rúnar skoraði sjö mörk í leiknum og gaf þess utan þrjár stoðsendingar. Bergischer í öðru sæti í suðurriðli B-deildar og er þrem stigum á undan Dusseldorf sem er í þriðja sæti. Jafntefli því afar sterkt fyrir þá.

Arnar Jón Agnarsson skoraði átta mörk síðan fyrir Aue sem lagði Obernburg í sömu deild. Aue í ellefta sæti.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði síðan sjö mörk fyrir Emsdetten sem vann fínan sigur á Edevecht, 28-34. Emsdetten í fimmta sæti norðurriðils þýsku B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×