Handbolti

Alexander búinn að stela sex boltum og er langefstur á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson í leiknum á móti Brasilíu.
Alexander Petersson í leiknum á móti Brasilíu. Mynd/Valli
Alexander Petersson hefur byrjað heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð frábærlega. Hann er langefstur í stolnum boltum eftir fyrstu tvo leikdagana og er einnig meðal efstu manna í markaskorun og stoðsendingum.

Alexander er búinn að stela sex boltum af andstæðingunum í fyrstu tveimur leikjunum eða tveimur fleiri en næsti maður á lista sem er Ástralinn Daniel Kelly. Alexander stal fjórum boltum á móti Ungverjum og tveimur boltum á móti Brasilíu.

Alexander er einnig inn á topp tíu á lista yfir markahæstu menn og þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar. Alexander hefur skorað 12 mörk (í 17 skotum, 71 prósent) og er í 8. sætinu yfir markahæstu menn. Hann er síðan í 9. sæti yfir flestar stoðsendingar en Alexander er búinn að gefa 7 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.

Þetta skilar Alexander upp í 5. sæti yfir þá leikmenn sem hafa átt þátt í flestum mörkum (mörk + stoðsendingar) en Alexander hefur komið að 19 mörkum eða tveimur færri en Austurríkismaðurinn Viktor Szilagyi sem er í efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×