Handbolti

Japanski "íþróttaálfurinn" er stórskytta sem Ísland þarf að gæta vel

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Daisuke Miyazaki er einn áhugaverðasti leikmaður heimsmeistaramótsins hann er að mati Loga Geirssonar „japanski íþróttaálfurinn". Logi sýndi skemmtileg myndbönd af Miyazaki í HM-þættinum Þorsteinn J. & gestir í gærkvöldi og Miyazaki er án efa einn besti alhliða íþróttamaðurinn á HM.

Hann leikur ýmsar stöður á vellinum og þrátt fyrirr að Miyazaki sé ekki nema 1.75 m. á hæð þá lék hann sér að því að stökkva upp fyrir framan varnarmúr Austurríkismanna og þruma á markið í leik liðanna á dögunum þar sem Japan sigraði 33-30.

Í myndbandinu er hægt að skoða umfjöllun Loga Geirssonar um Miyazaki í þættinum og er það atriði þegar 6 mínútur eru liðnar af myndbrotinu. Þar er sýnt frá óvenjulegri íþróttakeppni þar sem Miyazaki tók þátt. Og það fer ekkert á milli mála að hann er fimur og sterkur - og góður í handbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×