Viðskipti innlent

Eignir Jóns Ásgeirs og Lárusar áfram frystar

Kröfum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding um að kyrrsetning eigna þeirra verði felldar úr gildi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þetta kemur fram á vefsíðu DV. Þar segir að þrotabú Glitnis fór fram á að eignir þeirra yrðu kyrrsettar til tryggingar á 6 milljarða króna skaðabótakröfu bankans á hendur þeim.

Héraðsdómur hafnaði einnig frávísunarkröfu Magnúsar Arnar Arngrímssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni.

Málið fer aftur fyrir dóm 10. febrúar næstkomandi þar sem lögmaður Glitnis óskaði eftir fresti til að leggja fram gögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×