Handbolti

Hreiðar: „Mér er illt í andlitinu“

Hreiðar Levý varði 14 skot og þarf af tvö vítaköst og hann fékk boltann tvívegis í andlitið. „Mér er illt í andlitinu en það er allt í lagi að fá boltann í andlitið ef það hjálpar liðinu. Það var gott fyrir mig að komast í „kontakt" við þetta mót með þessum leik," sagði Hreiðar við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 32-22 sigur Íslands gegn Japan á HM í Svíþjóð í handbolta í kvöld.

„Við vorum búnir að kortleggja japanska liðið mjög vel bæði í dag og í gær - það skilaði sér," bætti markvörðurinn við.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×