Handbolti

Ólafur hitar upp - spilar líklega gegn Japan

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Höllin glæsilega þar sem er spilað í dag. Mynd/Valli
Höllin glæsilega þar sem er spilað í dag. Mynd/Valli

Ólafur Stefánsson virðist ætla að láta á það reyna í kvöld hvort hann geti spilað vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ungverjalandi. Hann er mættur út á gólfið og tekur þátt í uphitun landsliðsins af fullum krafti.

Landsliðsfyrirliðinn hefur verið í stífri meðferð síðan hann meiddist og ríkti almenn bjartsýni að hann gæti spilað út mótið.

Það er farið að styttast í leik Íslands og Japan sem fer fram í Cloetta Center í Linköping. Fyrstu tveir leikir Íslands fóru fram í Norrköping.

Þetta er glæsileg íshokký- og tónleikahöll sem rúmar tæplega 9.000 manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×