Landsbankinn veitti búlgörskum kaupsýslumanni milljarða yfirdrátt í miðju hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2011 18:30 Meðal þess sem Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, er gefið að sök er að hafa borið ábyrgð á 4,5 milljarða króna yfirdráttarláni til búlgarsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar í lok september 2008 aðeins viku fyrir hrun. Sigurjón er sakaður um fjársvik, umboðssvik, skilasvik og markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason var á föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald, til 25. janúar. Í gæsluvarðahaldskröfunni, sem Stöð 2 hefur undir höndum, kemur fram reifun og lýsing á meintum brotum. Þar segir að í fyrsta lagi sé um að ræða grun um skipulagða og kerfisbundna markaðsmistnokun á árunum 2003-2008 sem hafi verið til þess fallin að skekkja verðmyndun á hlutabréfum Landsbankans.Lán til fjögurra félaga í gegnum Lúxemborg Einn þáttur í rannsókninni beinist sérstaklega að lánum til fjögurra félaga. Í fyrsta lagi er um að ræða 1,6 milljarða króna lán sem Landsbankinn veitti félaginu Hunslow, sem var í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar, hinn 18. september 2008 til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Eigið fé var aldrei reitt fram af hálfu Hunslow og öll áhætta hjá Landsbankanum, en grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða. Eigandi félagsins átti annað félag sem hafði brotið kvaðir í lánasamningum við Landsbankann en samt var ákveðið var að lána Hunslow meira, þrátt fyrir að margt hafi mælt því í mót, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni. Þriðja félagið heitir Bruce Assets og var í eigu bræðranna Ólafs Steins og Kristjáns S. Guðmundssona og fékk 4,3 milljarða króna lán hjá Landsbankanum í Lúxemborg hinn 31. mars 2008 til að kaupa hlutabréf bankans. Bankinn gekkst í ábyrgð vegna lána til félagsins og ekkert eigið fé var lagt fram. Þá voru ákvæði lánasamninga sem gátu varið hagsmuni bankans ekki virkjuð og lánið var framlengt þrátt fyrir að staða veða væri komin langt undir leyfileg mörk. Sérstakur saksóknari telur þetta umboðssvik.Gamall viðskiptafélagi Björgólfs Thors Eitt athyglisverðasta málið er síðan lán Landsbankans í Lúxemborg til félagsins Pro-Invest sem var í eigu búlgarska kaupsýslumannsins Georg Tzvetanski en um er að ræða 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán veitt 30. september 2008 þegar allt íslenska bankakerfið var á suðupunkti, daginn eftir kynningu á áformum um þjóðnýtingu Glitnis í Seðlabankanum. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum af bankanum sjálfum en ekki er vitað hver var upphaflega á hinum enda viðskiptanna. Tzvetanski þessi var á árum áður viðskiptafélagi og meðfjárfestir Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjafyrirtækinu Balkanpharma. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir í svari við fyrirspurn að Björgólfur Thor hafi ekki stundað viðskipti með Tzvetanski eftir árin í Balkanpharma. Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að staða Pro-Invest hafi verið orðin mjög alvarleg þegar Landsbankinn lánaði félaginu í september 2008, en saksóknari telur að lánveitingin falli undir umboðssvik, skv. 249. gr. almennra hegningarlaga. Framkvæmd hlutabréfaviðskiptanna í öllum framangreindum málum var í höndum Steinþórs Gunnarssonar, en sá hinn sami komst í fréttirnar á síðasta ári vegna launakröfu sem hann gerði í þrotabú Landsbankans eftir hrun vegna ógreiddra bónusgreiðslna. Fjórða félagið er félag sem var í eigu Sigurðar Bollasonar og kennt er við hann en gengið var frá lánasamningi til félagsins upp á fjóra milljarða króna hinn 28. júlí 2008, vegna viðskipta með bréf Landsbankans sumarið 2008 upp á 3,2 milljarða króna. Svo virðist sem ekki hafi verið lögð fram króna í eigið fé af hálfu Sigurðar, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, þrátt fyrir að hann hafi átt samkvæmt samkomulagi að leggja fram 20 prósenta eiginfjárframlag. Saksóknari lítur á lánið til Sigurðar sem umboðssvik.Rannsakar hvort innri reglur hafi verið brotnar Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að sérstakur saksóknari rannsaki nú hvort innri reglur Landsbankans hafi verið brotnar til lánveitingar til félaganna fjögurra, en fmbætti sérstaks saksóknara hefur rökstuddan grun um að stjórnendum bankans, þar á meðal Sigurjóni Þ. Árnasyni, hafi verið ljóst að lánveitingar til félaganna fjögurra hafi verið í andstöðu við hagsmuni Landsbankans. Eins og komið hefur fram beinist hluti af rannsókninni að kaupum Landsbankans á lánasafni Landsbankans í Lúxemborg. Það sem ekki hefur komið fram er að kaupin á lánasafninu voru viðbrögð Landsbankans við alvarlegum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg sem taldi útlánasafnið endurspegla allt of mikla áhættu. Lánasafnið var selt 3. október, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu telur saksóknari að með þessu hafi bankinn keypt verðlítið eða verðlaust lánasafn með fyrirsjáanlegu tjóni fyrir hluthafa bankans og eftir atvikum kröfuhafa. Saksóknari telur viðskiptin falla undir umboðssvik og skilasvik í almennum hegningarlögum. Eins og komið hefur fram snýr þungamiðjan að rannsókn saksóknara að meintri markaðsmisnotkun. Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að grunur leiki á að tíu aflandsfélög bankans sem héldu utan um kauprétti starfsmanna hafi verið notuð til að til að stýra verði á hlutabréfum í bankanum. En grunur leikur á að viðskipti félaganna falli undir fjársvik, markaðsmisnotkun og brot á hlutafélagalögum. Rökstuddur grunur er um að Sigurjón hafi komið að ákvarðanatöku á lánveitingum til svokallaðra kaupréttarfélaga til að fjármagna félaganna á hlutafélögum í Landsbankanum. Í gæsluvarðhaldskröfu segir að grunur sé um að raunveruleg yfirráð yfir félögunum tíu, sem höfðu öll framandi nöfn, hafi verið hjá Landsbankanum þar sem starfsmenn bankans fengu umboð til að sinna málefnum félaganna, en Sigurjón skrifaði undir valréttarsamninga við félögin.Ítarleg umfjöllun um meinta markaðsmisnotkun í skýrslunni Í fjórða bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ítarleg umfjöllun um þau mál hjá sérstökum saksóknara í dag sem varða meinta markaðsmisnotkun Landsbankans árin 2003-2008, en grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi stuðlað að því að markaðnum hafi verið veittar rangar og misvísandi upplýsingar um framboð, eftirspurn og verð á hlutabréfum Landsbankans. Í skýrslunni segir að stórum hluta tímabilsins frá byrjun árs 2006 og fram í október 2008 hafi Landsbankinn keypt kerfisbundið eigin hlutabréf með því að eiga viðskipti í gegnum Kauphöll en síðan samið um sölu á bréfunum utan Kauphallarinnar og tilkynnt viðskiptin að því loknu. Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, sá hinn sami og situr nú í gæsluvarðhaldi, sagði í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að pressa hefði myndast innan bankans um að deild hans keypti meira af bréfum Landsbankans. Sú pressa hefði t.d komið frá miðlun Landsbankans. Orðrétt sagði Ívar í vitnisburði sínum: „...miðlunin var að hringja, hvað er að ykkur, djöfulsins aumingjaskapur, Kaupþing er alltaf að, þeir gleypa endalaust og ... þeir eru alltaf með kaupendur, það eru alltaf að eiga sér stað viðskipti með þeirra stock ... okkar er bara með of lítið magn af viðskiptum." En þarna vísaði miðlun Landsbankans til þess að deild eigin viðskipta Kaupþings hefði verið mjög virkur kaupandi að bréfum Kaupþings og vildi að deild Ívars færi að fordæmi hennar. Í skýrslunni er þetta gagnrýnt og heilindin að baki viðskiptunum dregin í efa. M.a er bent á að í flestum tilvikum hafi bréfin verið seld á lægra verði en þau voru keypt á að því hafi tap hlotist af viðskiptunum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Meðal þess sem Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, er gefið að sök er að hafa borið ábyrgð á 4,5 milljarða króna yfirdráttarláni til búlgarsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar í lok september 2008 aðeins viku fyrir hrun. Sigurjón er sakaður um fjársvik, umboðssvik, skilasvik og markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason var á föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald, til 25. janúar. Í gæsluvarðahaldskröfunni, sem Stöð 2 hefur undir höndum, kemur fram reifun og lýsing á meintum brotum. Þar segir að í fyrsta lagi sé um að ræða grun um skipulagða og kerfisbundna markaðsmistnokun á árunum 2003-2008 sem hafi verið til þess fallin að skekkja verðmyndun á hlutabréfum Landsbankans.Lán til fjögurra félaga í gegnum Lúxemborg Einn þáttur í rannsókninni beinist sérstaklega að lánum til fjögurra félaga. Í fyrsta lagi er um að ræða 1,6 milljarða króna lán sem Landsbankinn veitti félaginu Hunslow, sem var í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar, hinn 18. september 2008 til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Eigið fé var aldrei reitt fram af hálfu Hunslow og öll áhætta hjá Landsbankanum, en grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða. Eigandi félagsins átti annað félag sem hafði brotið kvaðir í lánasamningum við Landsbankann en samt var ákveðið var að lána Hunslow meira, þrátt fyrir að margt hafi mælt því í mót, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni. Þriðja félagið heitir Bruce Assets og var í eigu bræðranna Ólafs Steins og Kristjáns S. Guðmundssona og fékk 4,3 milljarða króna lán hjá Landsbankanum í Lúxemborg hinn 31. mars 2008 til að kaupa hlutabréf bankans. Bankinn gekkst í ábyrgð vegna lána til félagsins og ekkert eigið fé var lagt fram. Þá voru ákvæði lánasamninga sem gátu varið hagsmuni bankans ekki virkjuð og lánið var framlengt þrátt fyrir að staða veða væri komin langt undir leyfileg mörk. Sérstakur saksóknari telur þetta umboðssvik.Gamall viðskiptafélagi Björgólfs Thors Eitt athyglisverðasta málið er síðan lán Landsbankans í Lúxemborg til félagsins Pro-Invest sem var í eigu búlgarska kaupsýslumannsins Georg Tzvetanski en um er að ræða 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán veitt 30. september 2008 þegar allt íslenska bankakerfið var á suðupunkti, daginn eftir kynningu á áformum um þjóðnýtingu Glitnis í Seðlabankanum. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum af bankanum sjálfum en ekki er vitað hver var upphaflega á hinum enda viðskiptanna. Tzvetanski þessi var á árum áður viðskiptafélagi og meðfjárfestir Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjafyrirtækinu Balkanpharma. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir í svari við fyrirspurn að Björgólfur Thor hafi ekki stundað viðskipti með Tzvetanski eftir árin í Balkanpharma. Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að staða Pro-Invest hafi verið orðin mjög alvarleg þegar Landsbankinn lánaði félaginu í september 2008, en saksóknari telur að lánveitingin falli undir umboðssvik, skv. 249. gr. almennra hegningarlaga. Framkvæmd hlutabréfaviðskiptanna í öllum framangreindum málum var í höndum Steinþórs Gunnarssonar, en sá hinn sami komst í fréttirnar á síðasta ári vegna launakröfu sem hann gerði í þrotabú Landsbankans eftir hrun vegna ógreiddra bónusgreiðslna. Fjórða félagið er félag sem var í eigu Sigurðar Bollasonar og kennt er við hann en gengið var frá lánasamningi til félagsins upp á fjóra milljarða króna hinn 28. júlí 2008, vegna viðskipta með bréf Landsbankans sumarið 2008 upp á 3,2 milljarða króna. Svo virðist sem ekki hafi verið lögð fram króna í eigið fé af hálfu Sigurðar, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, þrátt fyrir að hann hafi átt samkvæmt samkomulagi að leggja fram 20 prósenta eiginfjárframlag. Saksóknari lítur á lánið til Sigurðar sem umboðssvik.Rannsakar hvort innri reglur hafi verið brotnar Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að sérstakur saksóknari rannsaki nú hvort innri reglur Landsbankans hafi verið brotnar til lánveitingar til félaganna fjögurra, en fmbætti sérstaks saksóknara hefur rökstuddan grun um að stjórnendum bankans, þar á meðal Sigurjóni Þ. Árnasyni, hafi verið ljóst að lánveitingar til félaganna fjögurra hafi verið í andstöðu við hagsmuni Landsbankans. Eins og komið hefur fram beinist hluti af rannsókninni að kaupum Landsbankans á lánasafni Landsbankans í Lúxemborg. Það sem ekki hefur komið fram er að kaupin á lánasafninu voru viðbrögð Landsbankans við alvarlegum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg sem taldi útlánasafnið endurspegla allt of mikla áhættu. Lánasafnið var selt 3. október, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu telur saksóknari að með þessu hafi bankinn keypt verðlítið eða verðlaust lánasafn með fyrirsjáanlegu tjóni fyrir hluthafa bankans og eftir atvikum kröfuhafa. Saksóknari telur viðskiptin falla undir umboðssvik og skilasvik í almennum hegningarlögum. Eins og komið hefur fram snýr þungamiðjan að rannsókn saksóknara að meintri markaðsmisnotkun. Fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni að grunur leiki á að tíu aflandsfélög bankans sem héldu utan um kauprétti starfsmanna hafi verið notuð til að til að stýra verði á hlutabréfum í bankanum. En grunur leikur á að viðskipti félaganna falli undir fjársvik, markaðsmisnotkun og brot á hlutafélagalögum. Rökstuddur grunur er um að Sigurjón hafi komið að ákvarðanatöku á lánveitingum til svokallaðra kaupréttarfélaga til að fjármagna félaganna á hlutafélögum í Landsbankanum. Í gæsluvarðhaldskröfu segir að grunur sé um að raunveruleg yfirráð yfir félögunum tíu, sem höfðu öll framandi nöfn, hafi verið hjá Landsbankanum þar sem starfsmenn bankans fengu umboð til að sinna málefnum félaganna, en Sigurjón skrifaði undir valréttarsamninga við félögin.Ítarleg umfjöllun um meinta markaðsmisnotkun í skýrslunni Í fjórða bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ítarleg umfjöllun um þau mál hjá sérstökum saksóknara í dag sem varða meinta markaðsmisnotkun Landsbankans árin 2003-2008, en grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi stuðlað að því að markaðnum hafi verið veittar rangar og misvísandi upplýsingar um framboð, eftirspurn og verð á hlutabréfum Landsbankans. Í skýrslunni segir að stórum hluta tímabilsins frá byrjun árs 2006 og fram í október 2008 hafi Landsbankinn keypt kerfisbundið eigin hlutabréf með því að eiga viðskipti í gegnum Kauphöll en síðan samið um sölu á bréfunum utan Kauphallarinnar og tilkynnt viðskiptin að því loknu. Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, sá hinn sami og situr nú í gæsluvarðhaldi, sagði í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að pressa hefði myndast innan bankans um að deild hans keypti meira af bréfum Landsbankans. Sú pressa hefði t.d komið frá miðlun Landsbankans. Orðrétt sagði Ívar í vitnisburði sínum: „...miðlunin var að hringja, hvað er að ykkur, djöfulsins aumingjaskapur, Kaupþing er alltaf að, þeir gleypa endalaust og ... þeir eru alltaf með kaupendur, það eru alltaf að eiga sér stað viðskipti með þeirra stock ... okkar er bara með of lítið magn af viðskiptum." En þarna vísaði miðlun Landsbankans til þess að deild eigin viðskipta Kaupþings hefði verið mjög virkur kaupandi að bréfum Kaupþings og vildi að deild Ívars færi að fordæmi hennar. Í skýrslunni er þetta gagnrýnt og heilindin að baki viðskiptunum dregin í efa. M.a er bent á að í flestum tilvikum hafi bréfin verið seld á lægra verði en þau voru keypt á að því hafi tap hlotist af viðskiptunum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira