"Ég er meiri femínisti en þú!" Björk Eiðsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar!
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun