Handbolti

Lövgren með áhugavert viðtal við Ólaf Stefánsson - myndband

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Stefan Löwgren tók afar áhugvert viðtal við Ólaf Stefánsson.
Stefan Löwgren tók afar áhugvert viðtal við Ólaf Stefánsson. tv4.se

Stefan Lövgren hefur á undanförnum vikum rætt við marga þekkta handboltamenn í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst í kvöld. Lövgren starfar á sjónvarpsstöðinni TV4 í Svíþjóð og í dag var birt ítarlegt viðtal við Ólaf Stefánsson.

Viðtalið er á ensku með sænskum texta og er um 20 mínútur að lengd.

Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Lövgren var á sínum tíma einn besti handboltamaður heims og í viðtalinu við Ólaf ræða þeir um allt á milli himins og jarðar. Ólafur sýnir Lövgren m.a heimili sitt í Þýskalandi og er viðtalið afar fróðlegt.

Lövgren hefur líkt og svo margir aðrir tekið eftir frábærum árangri íslenska landsliðsins og hann dregur einnig fram þá staðreynd að íslenskir þjálfarar stýra toppliðunum í Þýskalandi.

Sænski sjónvarpsmaðurinn lék lengst af með Kiel en hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með sænska landsliðinu, einu sinni heimsmeistari og alls hefur hann unnið til átta verðlauna á stórmótum með Svíum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×