Nýársheit Charlotte Böving skrifar 6. janúar 2011 06:00 Seinni partinn á gamlársdag á ég mér hefð. Þá gef ég mér alltaf tíma til að setjast niður og velti fyrir mér árinu sem er að líða og árinu sem er að koma. Og ég skrifa hjá mér af einlægni og heiðarleika hvað ég vil halda áfram að gera vel á nýju ári og hverju ég vil sleppa. Á árinu sem var að líða setti ég upp einleiks-kabarettinn Þetta er lífið… og nu er kaffen klar, þar sem ég syng dönsk dægurlög og velti fyrir mér tilgangi lífsins á íslensku. Undirbúningur sýningarinnar var spennandi tími. Á hverjum degi hittumst við píanóleikarinn og spiluðum og sungum um allt það sem skiptir okkur manneskjurnar máli. Á milli laga spjölluðum við… eða það er að segja, ég spjallaði - píanóleikarinn sagði fátt. Ég talaði um ástina, núið, hamingjuna, börn og allt það sem fyllir hjarta mitt, huga og heimsmynd. Einhvern daginn þegar ég var í djúpum pælingum leit hann upp frá hljóðfærinu og sagði: „Hefurðu einhvertíma spáð í að skrifa pistla?" Ég var rétt að venjast því að heyra rödd hans og svaraði: „Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug…" „Þú ættir að gera það," lauk hann samtalinu. Var hann einfaldlega kominn með nóg af því að hlusta á mig og hugsaði með sér að ef ég færi að skrifa væri hann laus? En ég fór að skrifa og naut þess í botn. Ég skrifaði um núið, ástina, hamingjuna, það að falla í stafi, dugleg-fasisma og - talandi um núið, þá átti þessi pistill að fjalla um það hvað ég ætla að halda áfram með á nýju ári og hverju ég ætla að sleppa. Ég hef ákveðið að sleppa því að skrifa fleiri pistla. Allt sem mér liggur á hjarta er komið á blað, ég hef einfaldlega ekki meira að segja um lífið - í bili. Ég ætla að halda áfram að sýna kabarettinn, vegna þess að það er dásamlegt að syngja fullum hálsi nokkrum sinnum í viku og vegna þess að hann gefur salt í grautinn. En ef einhver saknar þess að lesa pistlana mína, er alltaf hægt að koma á sýninguna. Samt ekki búast við því að heyra eitthvað nýtt, því sýningin er í rauninni pistlarnir mínir "live". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Seinni partinn á gamlársdag á ég mér hefð. Þá gef ég mér alltaf tíma til að setjast niður og velti fyrir mér árinu sem er að líða og árinu sem er að koma. Og ég skrifa hjá mér af einlægni og heiðarleika hvað ég vil halda áfram að gera vel á nýju ári og hverju ég vil sleppa. Á árinu sem var að líða setti ég upp einleiks-kabarettinn Þetta er lífið… og nu er kaffen klar, þar sem ég syng dönsk dægurlög og velti fyrir mér tilgangi lífsins á íslensku. Undirbúningur sýningarinnar var spennandi tími. Á hverjum degi hittumst við píanóleikarinn og spiluðum og sungum um allt það sem skiptir okkur manneskjurnar máli. Á milli laga spjölluðum við… eða það er að segja, ég spjallaði - píanóleikarinn sagði fátt. Ég talaði um ástina, núið, hamingjuna, börn og allt það sem fyllir hjarta mitt, huga og heimsmynd. Einhvern daginn þegar ég var í djúpum pælingum leit hann upp frá hljóðfærinu og sagði: „Hefurðu einhvertíma spáð í að skrifa pistla?" Ég var rétt að venjast því að heyra rödd hans og svaraði: „Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug…" „Þú ættir að gera það," lauk hann samtalinu. Var hann einfaldlega kominn með nóg af því að hlusta á mig og hugsaði með sér að ef ég færi að skrifa væri hann laus? En ég fór að skrifa og naut þess í botn. Ég skrifaði um núið, ástina, hamingjuna, það að falla í stafi, dugleg-fasisma og - talandi um núið, þá átti þessi pistill að fjalla um það hvað ég ætla að halda áfram með á nýju ári og hverju ég ætla að sleppa. Ég hef ákveðið að sleppa því að skrifa fleiri pistla. Allt sem mér liggur á hjarta er komið á blað, ég hef einfaldlega ekki meira að segja um lífið - í bili. Ég ætla að halda áfram að sýna kabarettinn, vegna þess að það er dásamlegt að syngja fullum hálsi nokkrum sinnum í viku og vegna þess að hann gefur salt í grautinn. En ef einhver saknar þess að lesa pistlana mína, er alltaf hægt að koma á sýninguna. Samt ekki búast við því að heyra eitthvað nýtt, því sýningin er í rauninni pistlarnir mínir "live".
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun