Handbolti

Alexander sá fyrsti í úrvalsliðinu í 14 ár

Óskar Ófegiur Jónsson skrifar
Alexander Petersson var frábær með Íslandi á HM í Svíþjóð.
Alexander Petersson var frábær með Íslandi á HM í Svíþjóð. Fréttablaðið/Valli

Alexander Petersson er fjórði íslenski handboltamaðurinn sem kemst í sjö manna úrvalslið heimsmeistaramóts síðan farið var að velja slíkt lið á HM.

Hinir eru hægri hornamennirnir Bjarki Sigurðsson og Valdimar Grímsson og línumaðurinn Geir Sveinsson. Alexander er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem er valinn í skyttustöðuna í slíku liði og jafnframt fyrsti íslenski leikmaðurinn sem kemst í úrvalslið HM í fjórtán ár.

Alexander skoraði alls 53 mörk í níu leikjum Íslands í Svíþjóð og var á meðal markahæstu leikmanna keppninnar. Hann var markahæstur Íslendinga og var með skotnýtingu upp á 60 prósent. Hann stal einnig flestum boltum af öllum leikmönnum mótsins.

Þessir hafa komist í sjö manna úrvalslið HM



Bjarki Sigurðsson

Hægra horn á HM í Svíþjóð 1993

2,7 mörk í leik

59 prósenta skotnýting

Ísland endaði í 8. sæti

- Skoraði 13 mörk í síðustu tveimur leikjunum.

Geir Sveinsson

Línumaður á HM á Íslandi 1995

28 mörk í 7 leikjum

4,0 mörk í leik

74 prósenta skotnýting

Ísland endaði í 14. sæti

- Fékk flestar línusendingar frá Patreki Jóhannessyni eða átta.

Valdimar Grímsson

Hægra horn á HM í Kumamoto 1997

52 mörk í 9 leikjum

5,8 mörk í leik

65 prósenta skotnýting

Ísland endaði í 5.sæti

- Varð þriðji markahæsti leikmaður keppninnar.

Alexander Petersson

Hægri skytta á HM í Svíþjóð 2011

53 mörk í 9 leikjum

5,9 mörk í leik

60 prósenta skotnýting

Ísland endaði í 6.sæti

- Var efstur Íslendinga í stoðsendingum og stolnum boltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×