Stjórnendur Atlantic Fresh, stærsta innflytjenda á íslenskum fiski til Humber svæðisins í Bretlandi, hafa keypt fyrirtækið.
Magnús Guðmundsson verður stjórnarormaður Atlantic Fresh og Örn Eyfjörð Jónsson verður forstjóri þess. Fjallað er um málið á vefsíðunni FISHupdate.com.
Atlantic Fresh var stofnað árið 2005 þegar fyrirtækin Isberg í Hull og Icebrit í Grimsby voru sameinuð.
Aðalskirfstofa Atlantic Fresh verður í Grimsby og heldur áfram viðskiptum með fisk í gegnum hafnirnar í Grimsby og Hull en einnig verður fyrirtækið með skrifstofu í Boulogne í Frakklandi.
Stjórnendur Atlantic Fresh kaupa fyrirtækið
