Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2011 18:30 Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira