Vilja ekki lána til Íslands 10. mars 2011 08:00 Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi, segir forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Fréttablaðið/gva „Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
„Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira