Ekki staðið við samkomulag um bónusa 10. mars 2011 08:17 Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Harðar deilur hafa blossað upp síðustu daga í Bretlandi vegna frétta af því að bankastjórar hafa verið að fá veglega bónusa. Til dæmis fékk Stephen Hester, framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland, 4,5 milljónir punda í viðbótarbónus fyrir síðasta ár ofan á 1,2 milljón punda árslaun og 2,2 milljón punda árlegs kaupauka. Samtals er bankinn því að borga honum 7,7 milljónir punda fyrir störf hans árið 2010, en það samsvarar um það bil 1,5 milljarði króna. Einnig fékk Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays PLC, 6,5 milljónir punda samanlagt í kaupauka fyrir síðasta ár, í viðbót við 250 þúsund punda árslaun. Þá fékk Stuart Gulliver, framkvæmdastjóri HSBC, 6,2 milljónir punda í kaupauka og laun samtals. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa gagnrýnt þetta harðlega. "Meðan allir aðrir hafa áhyggjur af því að greiða heimilisreikningana, þá eru þessir menn að telja seðlabúntin sín," segir Len McClusky, framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Unity. - gb Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Harðar deilur hafa blossað upp síðustu daga í Bretlandi vegna frétta af því að bankastjórar hafa verið að fá veglega bónusa. Til dæmis fékk Stephen Hester, framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland, 4,5 milljónir punda í viðbótarbónus fyrir síðasta ár ofan á 1,2 milljón punda árslaun og 2,2 milljón punda árlegs kaupauka. Samtals er bankinn því að borga honum 7,7 milljónir punda fyrir störf hans árið 2010, en það samsvarar um það bil 1,5 milljarði króna. Einnig fékk Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays PLC, 6,5 milljónir punda samanlagt í kaupauka fyrir síðasta ár, í viðbót við 250 þúsund punda árslaun. Þá fékk Stuart Gulliver, framkvæmdastjóri HSBC, 6,2 milljónir punda í kaupauka og laun samtals. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa gagnrýnt þetta harðlega. "Meðan allir aðrir hafa áhyggjur af því að greiða heimilisreikningana, þá eru þessir menn að telja seðlabúntin sín," segir Len McClusky, framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Unity. - gb
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira