Viðskipti innlent

Yfir 750 hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í ár

Alls hafa 752 manns misst vinnu sína í hópuppsögnum það sem af er árinu. Þetta er ívið meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra þegar 742 höfðu misst vinnuna í slíkum uppsögnum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að flestir þeir sem misst hafa vinnuna í ár í hópuppsögnum störfuðu í mannvirkjagerð, eða 248 manns, en næstfjölmennasta atvinnugreinin í þessum efnum er upplýsingastarfsemi þar sem 102 manns hafa misst vinnuna og sú þriðja fjölmennasta er fjármálastarfsemi þar sem 100 manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×