Viðskipti innlent

Atvinnuleysi heldur meira hjá konum

Atvinnuleysi er enn sögulega mjög hátt, um 6,5%.
Atvinnuleysi er enn sögulega mjög hátt, um 6,5%.
Atvinnuleysi á meðal kvenna er heldur meira en hjá körlum. Hjá konum mælist það tæplega 7,2 prósent en hjá körlum nær 6 prósent.

Að meðtali er atvinnuleysið um 6,5%. Frá hruni hefur atvinnuleysi verið meira hjá körlum heldur en konum. Á seinni hluta þessa árs breyttist það og hefur atvinnuleysið verið heldur meira hjá konum.

Hægt er að skoða nákvæmlega hvernig atvinnuleysi hefur skipst milli kynja, mörg ár aftur í tímann og til dagsins í dag, inn á hagtöluvef í samstarfi við Datamarket á Viðskiptavef Vísis.

Sjá má upplýsingar um atvinnuleysi eftir kyni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×