Viðskipti innlent

Verulegur samdráttur í veltu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 17,4% samdráttur varð í matvöruverslun og verslun í stórmörkuðum í desember miðað við sama mánuð í fyrra, sé horft til kreditkortaveltu. Þetta kemur fram í tölum Valitors Hins vegar varð um tólf prósent aukning í nóvembermánuði miðað við sama mánuð í fyrra.

Valitor segir að jólaverslun innanlands virðist hafa byrjað óvenju snemma á þessu ári því í október og nóvember varð umtalsverð veltuaukning á Visa kreditkortum. Á tímabilinu 22. nóvember til 21. desember varð hins vegar aukningin heldur minni, eða um 4,5% að nafnvirði, sé horft til heildarveltu.

Valitor vísitalan er tekin saman af starfsfólki Valitor og byggist á veltutölum úr kerfum fyrirtækisins. Til grundvallar eru lagðar upplýsingar um þróun á veltu Visa kreditkorta á tilteknu tímabili á nafnvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×